BRYNJA ÞÓRA GUÐNADÓTTIR
Ég hef ástríðu fyrir að skapa og umbreyta og trúi því að umhverfið hafi mikil áhrif á lífsgæði okkar.
Hvert verkefni og hver viðskiptavinur er einstakur. Markmiðin, samhengið og menningin eru ólík.
Ég nálgast verkefnin út frá forvitni og sköpun og næ þannig að kalla fram hið einstaka.
Ég er rannsóknarmiðuð og legg áherslu á að kynna mér ný og umhverfisvæn efni og aðferðir til að miðla til viðskiptavina.
Menntun;
BA myndlist og MA í hönnun, Listaháskóla Íslands
MA innanhúsarkitektúr, Elisava, Escola de Disseny y Enginyeria, Barcelona.
Húsagnasmíði, Tækniskólinn
Heimspeki, Háskóli Íslands
Það sem er svo heillandi við hönnun er hin stöðuga viðleitni til að bæta umhverfi okkar með því að finna nýjar lausnir, setja hluti í nýtt samhengi og finna í því fagurfræðilegt samræmi.