STÚDÍÓÍBÚÐ, VINNUSTOFA OG GEYMSLA
47m2 bílskúr skipt upp í 30 m2 stúdíóíbúð, 12m2 vinnustofu og 5 m2 geymslu.
Stúdíóíbúðin er hugsuð til langtímaleigu með möguleika á skammtímaleigu.
Bílskúrinn var í lélegu ásigkomulagi og þurfti m.a. að skipta um þak. Rafmagn og hiti voru til staðar en skipta þurfti út rafmagnsleiðslu fyrir öflugra inntaki.
Íbúðin er í bakgarði og snýr í austur þar sem morgun- og hádegissólarinnar nýtur við. Birta, skilvirk nýting á rými og hlýleiki eru aðal áherslurnar í hönnuninni.
Rýmið er skipulagt þannig að stofa/borðstofa fær sem mest pláss og birtu. Baðherbergi er einungis 80cm á breidd og virkar sem skilrúm á milli eldhúss og svefnrýmis. Svefnrýmið er innskot sem skriðið er upp í og er rúmgott fyrir tvo aðila. Eldhúsið er með öllum helstu þægindum, innbyggðum bakarofni, færanlegu helluborði, uppþvotta- og þvottavél. Hlýleg stemming er dregin fram með litavali og lýsingu. Í stofu og svefnrými er dempanleg óbein lýsing sem gerir mikið fyrir rýmið.