fbpx

Brynja Guðnadóttir

Innanhúshönnun - ráðgjöf 

VINNUSTOFA Í VESTURBÆNUM

Bílskúr breytt í vinnustofu.
Vinnustofan verður notuð sem skrifstofa, fundaraðstaða og fyrir kvikmyndaáhorf tengt starfseminni. Rýmið þarf að vera skipulagt þannig að það sé auðvelt að breyta því. Helstu áskoranir eru lág lofthæð og gluggi sem er hátt frá gólfi. Gluggi í bílskúr vísar út í gróðursælan garð.

Image
Image

Rýmið er 19m2 með grófum veggjum. Við endann á rýminu er gluggi í 110 cm hæð frá gólfi og vísar í suður. Lagt er til að hann verði stækkaður til að mynda tengingu út í gróðursælan garðinn, auka birtu og stækkka rýmið.
Eigandinn vill halda í gróft yfirbragðið.

Image

HÚSGÖGN, INNRÉTTINGAR OG KLÆÐNINGAR
Til þess að lofthæðin virki hærri eru húsgögn og innréttingar lág fyrir utan skrifborð. Lóðréttar línur eru í veggpanel í eldhúsinu og viðaræðar liggja lóðrétt í krossviði sem gluggi og gluggaveggur er klæddur með.

Image
Image

FÆRANLEG HÚSGÖGN

Húsgögn eru á hjólum og því auðvelt að breyta rýminu úr skrifstofuaðstöðu í fundaraðstöðu eða heimabíó.

Image

EFNI
Krossviður og litað mdf er notað í klæðningar, innréttingar og húsgögn sem gera rýmið fágað, hlýlegt og myndar spennu við grófa veggi . Eldhúsið er afmarkað með panel úr gulu mdf sem er með fræstum röndum, og er borðplatan er úr sama efni. Gluggaveggur er klæddur með krossviði. Í horninu upp við gluggann er kassi sem er utan um stiga á neðri hæð og er hann klæddur með appelsínugulu mdf sem tónar vel við krossviðinn. Gólfið er flotað og lakkað.
Mdf efnið er litað í gegn og er VOC frítt.

LÝSING
Mikilvægt er að að móta lýsingarumhverfið eftir svæðum svo það virki sem margnota rými með ólíkri stemningu.  Vinnu- og fundaraðstaða krefst góðrar vinnuýsingar. Eldhúsaðstöðu má afmarka með góðri dimmanlegri lýsingu yfir vinnuborði. Setaðstaða er með dimmanlegum lágum gólflampa. Í glugga er innbyggt dimmanlegt ljós svo hægt er að sitja þar við lestur þegar dagsbirtu nýtur ekki við.

Image