SAFNABÚÐ ÁRBÆJARSAFN
Hönnuðir; Brynja Þóra Guðnadóttir, María Sjöfn Dupuis Daviðsdóttir.
Endurhönnun á safnabúð og tillaga að lýsingarhönnun.
Hönnun heildarútlits fyrir verslun og sýningarstanda.
Lítið lagerpláss er í verslun og þurfa sýningarstandar að nýtast bæði fyrir framsetningu á vöru og sem lagerpláss.
INNRÉTTINGAR FÁ NÝTT YFIRBRAGÐ
Gömlu vegghillurnar og afgreiðsluborðið var endurnýtt og málað í litapallettunni sem valin var fyrir verkefnið.
OFNAGRINDUR
Tillaga sett fram um að hylja miðstöðvarofna með mynstruðum málmplötum með bekk ofan á. Bekkurinn nýtist fyrir útstillingarvörur og sem bekkur til að tylla sér á (sjá neðstu teikningunni til vinstri).
SÝNINGARSTANDAR
Standarnir eru 40 x 40 cm á breidd 40,60 og 90 cm og eru í þremur litum og þremur hæðum. Á hliðum er fræst mynstur, innblásið af íslensku handverki.
Standarnir eru breytilegir. Hægt er að setja á þá lok til að fá sléttan flöt fyrir sýningarvörur, einnig er hægt að taka lok af og setja margbreytileg skilrúm til að aðgreina vörur.
Þeir eru á hjólum svo auðvelt sé að breyta útstillingu í verslun.Í þeim er skápur sem nýtist sem lagerpláss.