fbpx

Brynja Guðnadóttir

Innanhúshönnun - ráðgjöf 

Brynja Þóra Guðnadóttir, MA í hönnun, verkefnastjóri, ábyrg fyrir samfélagstengslum og tilvikarannsóknum.

Auður Inez Sellgren, BA í vöruhönnun, ábyrg fyrir plönturannsóknum og hönnun á samfélagssvæði garðsins.

Andri Þór Andrésson, MA í borgarskipulagi, ábyrgur fyrir umhverfis- og vettvangsrannsóknum.

Jiaoni Jiao, grafískur hönnuður og MA í hönnun, ábyrg fyrir sjónrænni miðlun.

Hjalti Gunnlaugsson, BA í arkitektúr, ábyrgur fyrir hönnun garðsins og öflun affallsefna.

 

Sumarið 2014 var settur upp samfélagsgarður í Laugardalnum og gekk tilraunaverkefnið út á að kanna áhuga borgarbúa á sameiginlegri ræktun og framkvæma rannsókn sem nýst gæti til frekari uppbyggingar á borgarbúskap í Reykjavík.

Í aðdragandanum að verkefninu var skoðað hvað væri í boði í  borgarbúskap í Reykjavík, hvað væri að virka og hvað ekki. Það voru vissir hlutir sem flestir ræktendur nefndu en það að fá sama garðinn ár eftir ár og getað ræktað upp moldina virtist skipta miklu máli fyrir þá. Þekkingarleysi, erfið veðurskilyrði og stuttur ræktunartími sem er þar að auki á helsta frítíma aftraði mörgum sem höfðu áhuga á ræktun.

Hentar sumum betur að taka þátt í sameiginlegri ræktun þar sem fólk fær tækifæri til að styðja hvert annað, skiptast á þekkingu og umsjón með garðinum?  Slíkur garður gæti mögulega tengst inn í starfsemi í hverfinu eins og skóla, leikskóla, ellheimili  og þannig leitt saman ólíka hópa fólks.

 

 

Image
Image

Starfshópurinn hóf störf 19. maí, 2014 og þá var strax byrjað að skipuleggja og settar fram tvær sviðsmyndir; lóð frá borginni eða „guerilla gardening“. Það var ekki fyrr en í byrjun júní sem ljóst var að hópnum yrði úthlutað lóð undir verkefnið í Laugardalnum.
Ræktunarsvæðið var skilgreint og beðum komið fyrir, þannig að allir hefðu möguleika á aðgengi. Ákveðið var að hafa útfærslurnar ekki of fastmótaða til þess að gefa þátttakendum færi á að stíga inn í verkefnið og eignast hlutdeild í skipulagningunni. Garðurinn var settur upp og sáningardagar voru auglýstir þar sem fólk var hvatt til að koma með plöntur og fræ.

HUGMYNDAFRÆÐI

LAUGARGARÐUR ER TILRAUNARVERKEFNI SEM ÆTLAÐ ER AÐ EFLA BORGARBÚSKAP Í REYKJAVÍK OG BÚA TIL VETTVANG FYRIR VIÐBURÐI OG MENNTUN SEM TENGIST SJÁLFBÆRNI OG MATARMENNINGU.

HERMA EFTIR NÁTTÚRULEGUM FERLUM Í ANDA PERMACULTURE MEÐ ÞVÍ AÐ HANNA SVÆÐI SEM AUÐVELDAR RÆKTUN SEM ER Í SAMHLJÓMI VIÐ MENN OG NÁTTÚRU.

EFLA ÞÁTTTÖKU OG SAMVINNU MILLI FÓLKS MEÐ ÞVÍ AÐ DEILA ÞEKKINGU OG  STYRKJA NÁGRANNATENGSL.

HVETJA FÓLK TIL ÞESS AÐ ENDURHUGSA HLUTVERK SITT Í AÐ MÓTA NÆRUMHVERFIÐ.

Í STUTTU MÁLI ÞÁ GENGUR HUGMYNDAFRÆÐIN ÚT Á AÐ ENDURHEIMTA TENGSL OKKAR VIÐ UNDIRSTÖÐU TILVISTAR OKKAR, MOLDINA, SEM AÐ AÐ ENDINGU FÆÐIR OKKUR OG NÆRIR OKKUR ÖLL.

Markmið Reykjavíkurborgar samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkuri 2010-2030

Image

Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 er efling borgarbúskapar eitt af markmiðunum.
Flest öll svæði sem hægt er að nota undir ræktun eru í flokki þróunarsvæða. Næstu 20 árin verður megin áherslan lögð á þéttingu byggðar þar sem byggingar verða í forgrunni á skilgreindum þróunarsvæðum.

 

Hvernig væri að sameina þessi tvö viðhorf, þéttingu byggðar og borgarbúskap?

Það væri t.d. hægt að gera með því að setja bindandi ákvæði um þakgarða og ræktunarsvæði sem hluta af opnum almenningsrýmum.
Annar möguleiki væri að setja upp miðstýrðan borgarbúskap í öllum hverfum og innleiða auk þess kerfi sem gerir borgarbúum kleift að nota ræktunarreiti í ákveðinn tíma (t.d. 6 mánuði – 3 ár), lóðir sem ekki er verið að nota á ákveðnum tímabilum eða lóðir sem eru í biðstöðu.

Til þess að efla borgarbúskap þarf að setja fram skýra stefnumótun. Fyrir nýja stefnumótun þarf annað hvort að móta nýja hugmyndafræði eða taka upp hugmyndafræði sem þegar er til staðar í öðrum borgum. 

Borgarbúar geta unnið með borgaryfirvöldum að þróun kerfis sem leyfir tímabundin gróðursvæði til þess að efla ræktun í borginni og nýta ónýtt svæði eða lóðir tímabundið.

Image

LAUGARGARÐUR, SUMAR 2014

Image
Image

KYNNING Á LAUGARGARÐI

Image
Image
Image

Ræktunarpokar merktir Laugargarði var dreift á fjölfarna staði í Laugardalnum áður en við höfuðum fengið vilyrði um lóð.

Hinn árlegi flóamarkaður í Laugardal er orðin fjölsóttur viðburður. VIð nýttum tækifærið, leigðum borð og gáfum fræ í umslagi merktu Laugargarði og auglýstum Bændamarkaðinn Laugargarðs.

SÁNINGARDAGUR I OG II

Image
Image
Image
Image
Image
Image

PLÖNTUSKIPTADAGUR

Image

Tveir plöntuskiptadagar voru yfir sumarið sem voru vel sóttir

STARFSEMI Í HVERFINU

Image

Heimsóknir frá leikskólum og unglingavinnunni í hverfinu.  Leikskóli í grendinni ættleiddi eitt beð.

SAMSTARFSVERKEFNI

Image

Skapandi starfsemi dregur að sér skapandi fólk.  Í lok sumars héldu Pez Estudio frá Madrid vinnustofu í samstarfi við Laugargarð. Hér er verið að útfæra og smíða ferðaeldhús þar sem sjálfbærnisjónarmið voru í forgrunni.

UPPSKERUHÁTÍÐ

Image

Í lok sumars var haldinn bændamarkaður í Laugargarði. Mikil aðsókn var að markaðinum enda eru bændamarkaðir ekki  algengir hér á landi og greinilegt að fólk kann vel að meta. Markaðurinn var mjög líflegur, nokkrir aðilar settu upp bása með veitingum og öðrum söluvörum. Laugargarður seldi grænmeti beint úr beði og lífrænt grænmeti frá bændum. Kaffi Flóra eldaði súpu sem var þeirra framlag til Laugargarðs. Kaffi Kigali gerði svo skemmtilega tilraun, eftir að bændamarkaðnum lauk, til að selja grænmeti úr garðinum á kaffihúsinu sínu.

Image