fbpx

Brynja Guðnadóttir

Innanhúshönnun - ráðgjöf 

GRÆNSPRETTA

Grænspretta byrjaði sem rannsóknarverkefni í MA námi mínu við Listaháskóla Íslands. Ég var að skoða hvernig hægt væri að auðvelda heimaræktun með því að nota sjálfvökvunarkerfi en jafnframt skapa fallega umgjörð um ræktunina sem væri sannkölluð stofuprýði. Ég komst að því að íslenskir ræktendur eru ekki hrifnir af íslenskri mold og notast mestmegnis við innflutta.

Mold er umfangsmikil og þung og það kostar okkur gífurleg umhverfisspor að flytja hana inn.

Ég komst líka að því að brúnþörungar eru verðmæt auðlind sem er notaðir í margs konar iðnað m.a. matvælaiðnað. Við uppskerum þá á Íslandi og flytjum óunna úr landi þar sem öll verðmætasköpunin fer fram.

Þörungar hafa þá eiginleika að draga í sig vökva. Ég velti því fyrir mér hvort brúnþörungar gætu nýst sem ræktunarefni fyrir kryddplöntur?

Image
Image

Eftir námið hélt ég rannsóknum mínum áfram.

Grétar Guðmundsson lífefnafræðingur vann með mér að fyrstu tilraunum og vorum við tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands fyrir rannsóknina.

Frekari rannsóknir og útfærsla á mögulegri vöru voru unnar í samstarfi við Maja Sedivy og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Image

Fljótlega beindist rannsóknin að því hvort hægt væri að rækta grænsprettur (microgreens) í geli sem væri unnið úr þörungum. Grænsprettur eru spretturnar af grænmeti þegar plantan hefur myndað fyrstu blöðin og eru þær tilbúnar til uppskeru á 7.-10. degi. Dæmi um grænsprettur eru klettasalat, rauðrófur, kál og radísur. Grænsprettur eru ræktaðar vegna hás næringargildsi og sem bragðbætir, auk þess sem litríkar grænsprettur auka á sjónræna matarupplifun.

Image
Image

Hönnunarmars 20016, Læknahúsið Seltjarnarnesi

Image

Ræktunarefnið kemur í duftformi og inniheldur öll þau næringarefni sem plantan þarfnast. Það er fislétt og umfangslítið sem minnkar kolefnissporin við flutning.
Ræktandinn hellir vatni yfir duftið til að umbreyta því í ræktunarefni og sáir fræjum út í.
Þurrkað ræktunarefni hefur mun lengra geymsluþol og öll erum við með vatn heima hjá okkur.

Uppvinna (upcycle)
Þörungar eru notaðir sem næringarefni fyrir jarðveginn og getur þörungagelið nýst sem áburður fyrir gróður þegar hann það hefur þjónað tilgangi sínum sem næringarefni fyrir grænsprettur.

 

Image
Image
Image
Image
Image